Fyrstu skóflustungurnar að Orkuveri 6
Fyrstu skóflustungurnar að Orkuveri 6 í Svartsengi voru teknar s.l. föstudag á aðalfundi Hitaveitu Suðurnesja hf.
Skóflustungurnar tóku þeir Bragi Eyjólfsson, kerfisstjóri, Þórður Andrésson, stöðvarstjóri, Jón M. Vilhelmsson, vaktvélafræðingur, Thor Sverrisson, vaktvélafræðingur, Andrés Ólafsson, vaktvélafræðingur og Bjarni Már Jónsson, vaktvélafræðingur.
Að skóflustungunum loknum var haldið út á Reykjanes þar sem virkjunarframkvæmdir voru skoðaðar.
VF-myndir/ Ellert Grétarsson
Mynd 1: Vélfræðingarnir við skóflustungurnar
Mynd 2: Júlíus Jónsson, forstjóri HS hf., heldur hér á einni af skóflunum sem notaðar voru til verksins.