Fyrstu skóflustungur að nýjum leikskóla
Börnin á leikskólanum Vesturbergi í Reykjanesbæ tóku í morgun fyrstu skóflustungur að nýjum leikskóla sem rísa mun á leikskólalóðinni. Létu þau ekki kuldanæðinginn á sig fá og fengu sér frostpinna í tilefni dagsins.
Eignarhaldsfélagið Fasteign hf byggir leikskólann Vesturberg sem verður fjögurra deilda og er hugsaður fyrir allt að 98 börn í einu. Húsnæðið verður 750 fermetrar að stærð og lóð og leiksvæði eru um 3550 fermetrar. Áætluð verklok eru í byrjun apríl 2008
Verktaki er Hjalti Guðmundsson ehf.
Efri mynd: Þau eru svo sem ekkert óvön því að moka á leikskólalóðinni en í morgun var sérstakt tilefni.
Neðri mynd: Þrátt fyrir kuldanæðinginn þótti ekki annað tilhlýðilegt en að fá sér frostpinna í tilefni dagsins og það með leikrænum tilburðum.
VF-myndir: elg
Fleiri myndir má sjá í ljósmyndasafninu hér á vefnum.