Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Fyrstu Land Cruiser 200 bílarnir prófaðir með leynd á Suðurnesjum
Miðvikudagur 26. desember 2007 kl. 14:57

Fyrstu Land Cruiser 200 bílarnir prófaðir með leynd á Suðurnesjum

Fyrstu bílarnir af nýrri gerð Toyota Land Cruiser 200 eru farnir að sjást á götunum, bílaáhugamönnum til mikillar ánægju.  Einungis eru um fáa bíla að ræða, þá fyrstu sem koma til landsins.  Að undanförnu hafa bílarnir verið notaðir í söluþjálfun fyrir starfsmenn Toyota og umboðsaðila. 

Bílarnir sáust í nágrenni Grindavíkur í vikunni þar sem hluti söluþjálfunar fór fram og voru bílarnir prófaðir við mismunandi aðstæður í nágrenni Bláa Lónsins.

Mikil leynd hefur hvílt yfir þessum bílum en væntanlegum kaupendum verður sýndur bíllinn á næstu dögum og fyrstu Toyota Land Cruiser bílarnir verða afhentir eigendum milli jóla og nýárs. 

Toyota Land Cruiser 200 verður frumsýndur í byrjan janúar.

Vitað er að Suðurnesjamenn hafa þegar tryggt sér fjölmarga bíla af þessari gerð og voru þeir keyptir óséðir, þ.e. áður en upplýsingar um útlit eða búnað bílanna lágu fyrir.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024