Fyrstu húsin á Vellinum sett í sölu
Fyrstu fasteignirnar á gamla varnarsvæðinu verða auglýstar til sölu í næstu viku. Þetta sagði Kjartan Eiríksson, framkvæmdastjóri Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar, í samtali við Víkurfréttir.
Þetta eru eignir á verktakasvæðunum, skemmur og iðnaðarhúsnæði. „Það hefur verið mikill áhugi á þessum eignum og gríðarlegur áhugi á byggingum á svæðinu almennt,“ sagði Kjartan.
Hann bætti því við að ekkert íbúðarhúsnæði er að koma á markað eins og er.
Þetta eru eignir á verktakasvæðunum, skemmur og iðnaðarhúsnæði. „Það hefur verið mikill áhugi á þessum eignum og gríðarlegur áhugi á byggingum á svæðinu almennt,“ sagði Kjartan.
Hann bætti því við að ekkert íbúðarhúsnæði er að koma á markað eins og er.