Fyrstu grásleppunetin voru lögð klukkan átta í morgun
Grásleppuveiðar máttu hefjast klukkan átta í morgun á svæðunum frá Skagatá austur að Fonti og sunnan Vopnafjarðar suður og vestur um að Reykjanesi. Töluverður hugur er í grásleppukörlum enda virðast markaðsaðstæður vera betri í ár en í byrjun vertíðarinnar í fyrra.
Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, segir í samtali við InterSeafood.com að grásleppukarlar á Bakkafirði og Vopnafirði hafi farið þess á leit við sjávarútvegsráðuneytið að veiðarnar þar hæfust ekki fyrr en 30. mars og hafi ráðuneytið orðið við þeirri beiðni.
Í janúar sl. var gefin út reglugerð sem skyldar sjómenn, sem ekki hafa leyfi til grásleppuveiða, til að sleppa lifandi grásleppu úr netum. Mikil brögð hafa verið að því nokkur undanfarin ár að mikið hefur verið veitt af grásleppu áður en vertíðin hefst en með umræddri reglugerð ætti að vera hægt að koma í veg fyrir grásleppan sé veidd vegna hrognanna utan vertíðar og án leyfis. Örn Pálsson segir reglugerðina vera fagnaðarefni. Grásleppa lifi í netum í allt að fimm til sjö daga og jafnvel lengur og því ætti það að vera vandalaust að sleppa lifandi grásleppu úr netum. Leyfilegt er hins vegar að hirða grásleppu, sem drepist hefur í netunum, en ekki er hægt að nýta hrognin úr þeim fiskum. www.interseafood.is sagði frá
Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, segir í samtali við InterSeafood.com að grásleppukarlar á Bakkafirði og Vopnafirði hafi farið þess á leit við sjávarútvegsráðuneytið að veiðarnar þar hæfust ekki fyrr en 30. mars og hafi ráðuneytið orðið við þeirri beiðni.
Í janúar sl. var gefin út reglugerð sem skyldar sjómenn, sem ekki hafa leyfi til grásleppuveiða, til að sleppa lifandi grásleppu úr netum. Mikil brögð hafa verið að því nokkur undanfarin ár að mikið hefur verið veitt af grásleppu áður en vertíðin hefst en með umræddri reglugerð ætti að vera hægt að koma í veg fyrir grásleppan sé veidd vegna hrognanna utan vertíðar og án leyfis. Örn Pálsson segir reglugerðina vera fagnaðarefni. Grásleppa lifi í netum í allt að fimm til sjö daga og jafnvel lengur og því ætti það að vera vandalaust að sleppa lifandi grásleppu úr netum. Leyfilegt er hins vegar að hirða grásleppu, sem drepist hefur í netunum, en ekki er hægt að nýta hrognin úr þeim fiskum. www.interseafood.is sagði frá