Fyrstu fimm stjörnurnar í Keflavík
Þrjátíu ára afmæli Hótels Keflavíkur var fagnað á þriðjudag. Af því tilefni var Diamond Suites formlega opnað en það er á efstu hæð hótelsins og er fyrsta fimm stjarna hótelið á Íslandi.
Á hótelinu eru fimm svítur og stofa. Gestir geta leigt eina og eina svítu eða alla hæðina sem er 280 fermetrar. Að sögn Steinþórs Jónssonar, eiganda og hótelstjóra á Hótel Keflavík, hefur vantað slíka lúxusgistingu hér á landi.
Nánar er fjallað um tímamótin hjá Hótel Keflavík í Víkurfréttum sem komu út í dag.