Fyrsti tjaldbúinn er mættur - fann ekki tjaldstæði í bænum
Fyrsti tjaldbúinn er mættur í Keflavík en ferðamannastraumurinn eyst með degi hverjum og fréttir úr ferðaþjónustunni eru allar á þá leið að þunginn er að aukast nú í sumarbyrjun.
Þetta ferðafólk sem tjaldaði hér rétt neðan við upplýsingaskilti um Reykjanesbæ við Iðavelli hefur eflaust ekki fundið neitt tjaldstæði á skiltinu enda fer lítið fyrir því í bæjarfélaginu. Nokkuð sérkennileg staða í 14 þúsund manna bæ.