Fyrsti sinubruni sumarsins í dag
Fyrsti sinubruni sumarsins var tilkynntur til Brunavarna Suðurnesja í dag. Sina brann á Miðnesheiði og þegar haft var samband við Sigmund Eyþórsson slökkviliðsstjóra í Keflavík sagði hann sinubrunann vera á mörkum umdæma Brunavarna Suðurnesja og Slökkviliðs Sandgerðis."Ætli ég verði ekki að semja við Reyni Sveinsson slökkviliðsstjóra í Sandgerði hvort liðið fari í eldinn", sagði Sigmundur í samtali við Víkurfréttir síðdegis.