Fyrsti loðnufarmurinn til Helguvíkur
Fyrsta loðnufarminum var landað sl. mánudagskvöld í Helguvíkurhöfn þegar Svanur RE koma með tæp 670 tonn.
Þórður Jónsson kom með rúm 500 tonn á aðfaranótt þriðjudags og þegar blaðamaður VF hafði samband við Eggert Einarsson, verksmiðjustjóra SR-Mjöls um hádegisbil á þriðjudag, var Huginn að renna inní víkina með loðnufarm.
„Þetta fer allt í bræðslu hérna hjá okkur. Mér heyrist á sjómönnunum að það hafi gengið sæmilega að ná þessu, en það er auðvitað upp og ofan. Loðnan virðist samt vera þokkalega stór“, sagði Einar.
Þórður Jónsson kom með rúm 500 tonn á aðfaranótt þriðjudags og þegar blaðamaður VF hafði samband við Eggert Einarsson, verksmiðjustjóra SR-Mjöls um hádegisbil á þriðjudag, var Huginn að renna inní víkina með loðnufarm.
„Þetta fer allt í bræðslu hérna hjá okkur. Mér heyrist á sjómönnunum að það hafi gengið sæmilega að ná þessu, en það er auðvitað upp og ofan. Loðnan virðist samt vera þokkalega stór“, sagði Einar.