Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þriðjudagur 6. febrúar 2001 kl. 22:02

Fyrsti loðnufarmurinn til Helguvíkur

Fyrsta loðnufarminum var landað sl. mánudagskvöld í Helguvíkurhöfn þegar Svanur RE koma með tæp 670 tonn.
Þórður Jónsson kom með rúm 500 tonn á aðfaranótt þriðjudags og þegar blaðamaður VF hafði samband við Eggert Einarsson, verksmiðjustjóra SR-Mjöls um hádegisbil á þriðjudag, var Huginn að renna inní víkina með loðnufarm.
„Þetta fer allt í bræðslu hérna hjá okkur. Mér heyrist á sjómönnunum að það hafi gengið sæmilega að ná þessu, en það er auðvitað upp og ofan. Loðnan virðist samt vera þokkalega stór“, sagði Einar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024