Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fyrsti fundur Kvenfélags Grindavíkur
Mynd frá Facebook síðu Kvenfélags Grindavíkur
Sunnudagur 8. október 2017 kl. 07:00

Fyrsti fundur Kvenfélags Grindavíkur

Við í Kvenfélagi Grindavíkur erum með fyrsta fund haustsins 9. okt í Gjánni, á okkar fyrsta fund kemur Anna Steinsen, stjórnendamarkþjálfi, eigandi KVAN og þjálfari og ætlar hún að fjalla um hvaða kröfur séu gerðar til kvenna, bæði af samfélaginu en ekki síst þeim sjálfum. Kröfurnar eru slíkar að næstum ómögulegt er að standa undir þeim. Við konurnar ætlum okkur oft svo mikið, viljum vera með allt á hreinu og standa okkur 100% í öllu sem við tökum okkur fyrir hendur. Oftar en ekki situr okkar eigin þróun á hakanum.

Kvenfélag Grindavíkur var stofnað 24. nóvember 1923. Í félaginu eru um 130 konur á öllum aldri. Félagið er aðili að K.S.G.K., Kvenfélagasambandi Gullbringu- og Kjósarsýslu, sem í eru tíu félög og um 700 félagskonur. Frá stofnun hefur aðal markmið félagsins verið að styðja og styrkja líknar- og velferðarmál í okkar nærsamfélagi með ýmsu móti. Jafnframt að búa konum á öllum aldri vettvang til að kynnast, efla samvinnu, læra af hverri annarri og hafa gaman saman. Fjáröflunarleiðir félagsins eru margvíslegar og rennur allur ágóði til líknarmála. Félagið stendur fyrir ýmsum uppákomum og fyrirlestrum fyrir félagsmenn. Fundir eru haldnir einu sinni í mánuði yfir vetrarmánuðina, október til maí. Áhugasamir geta haft samband við stjórnarkonur og eru að sjálfsögðu velkomnar á fundi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Með vinsemd og virðingu
Sólveig Ólafsdóttir