Fyrsti fundur bæjarráðs í Garðinum
Fyrsti fundur bæjarráðs Garðs var haldinn síðdegis í gær. Fyrsta verk fundarins var að kjósa formann bæjarráðs, varaformann og ritara. Ingimundur Þ.Guðnason var kosinn formaður, Einar Jón Pálsson var kosinn varaformaður og Arnar Sigurjónsson ritari. Þessir þrír aðilar skipa bæjarráð Garðs. Auk þeirra situr fundi bæjarráðs Sigurður Jónsson bæjarstjóri.
Meðfylgjandi mynd er af bæjarráðinu í Garði. F.v.: Ingimundur Þ.Guðnason, Jón Pálsson, Sigurður Jónsson og Arnar Sigurjónsson. Neðri mynd af ráðinu að störfum. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson
Meðfylgjandi mynd er af bæjarráðinu í Garði. F.v.: Ingimundur Þ.Guðnason, Jón Pálsson, Sigurður Jónsson og Arnar Sigurjónsson. Neðri mynd af ráðinu að störfum. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson