Fyrsti flugneminn með sólopróf frá Keili
Tímamót urðu í dag, 10. mars 2009, þegar fyrsti flugneminn lauk sóloprófi sínu. Hann heitir Steingrímur Páll Þórðarson og lauk með glæsibrag þessum eftirsóknarverða áfanga. Það er ávallt sérstök tilfinning að fljúga í fyrsta skipti aleinn í flugvél. Stór áfangi í lífi hvers flugmanns.
Keilir óskar Steingrími Páli til hamingju með áfangann. Við fögnum líka þessum merka áfanga í sögu Keilis, segir í tilkynningu frá skólanum.
Efri myndin: Steingrímur Páll Þórðarson, fyrsti neminn með sólopróf frá Keili við KFA – glænýja Diamondvélina.
Neðri myndin: Steingrímur Páll með flugkennara sínum Sigurði Stein Matthíassyni.