Fyrsti éljabakki ársins staðreynd!
Vetur konungur minnti aðeins á sig fyrir nokkrum mínútum þegar fyrsti éljabakki ársins var staðreynd og hagl glumdi á rúðum í Reykjanesbæ. Við þessu mátti búast en Veðurstofa Íslands gerir ráð fyrir dálítilli snjókomu um tíma í kvöld.Veðurhorfur á landinu til kl.18 á morgun:
Suðvestan og sunnanátt, yfirleitt 3-8 m/s, en 8-13 norðvestan til síðdegis. Víða dálítil rigning eða slydda með köflum, en léttir til norðaustanlands þegar líður á daginn. Dálítil snjókoma um tíma suðvestanlands í kvöld. Hægviðri og stöku él framan af degi á morgun, en síðan vaxandi austanátt með snjókomu sunnanlands. Kólnandi veður og víða vægt frost á morgun.
Gert 13.01.2003 kl. 13:00.
Suðvestan og sunnanátt, yfirleitt 3-8 m/s, en 8-13 norðvestan til síðdegis. Víða dálítil rigning eða slydda með köflum, en léttir til norðaustanlands þegar líður á daginn. Dálítil snjókoma um tíma suðvestanlands í kvöld. Hægviðri og stöku él framan af degi á morgun, en síðan vaxandi austanátt með snjókomu sunnanlands. Kólnandi veður og víða vægt frost á morgun.
Gert 13.01.2003 kl. 13:00.