Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fyrsti diskur dúettsins Regn
Þriðjudagur 30. nóvember 2004 kl. 11:15

Fyrsti diskur dúettsins Regn

Tónlistarmaðurinn Hjörleifur Ingason frá Keflavík hefur, í samstarfi við Elvar Bragason, gefið út diskinn Regn, en þeir félagar standa að samnefndum dúett.

Diskurinn samanstendur af 10 lögum sem þeir hafa samið, en einn textinn er eftir Þorstein Eggertsson.

Hjörleifur hefur verið að semja popptónlist síðustu 30 ár og leikið með hljómsveitum í Danmörku, en hann bjó þar um 19 ára skeið. og stundað nám í tónlistarskóla FÍH. Hann og Elvar hafa leikið saman undir merkjum Regns í eitt ár og hafa spilað mikið á veitingahúsum á höfuðborgarsvæðinu

Í fréttatilkynningu sem fylgir disknum kemur fram að nafn dúettsins sé hugsað sem eins konar mótleikur við öllum „sólarböndunum,“ t.d. Á móti sól, S.S. sól o. fl.

Hjörleifur segist vera mikill jazz- og fönkmaður en þessi plata sé hreinræktað popp. Síðasta lag disksins, Snúðurinn, var framlag Hjörleifs í Ljósalagskeppnina 2004.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024