Fyrsti bæjarstjórnarfundurinn í Garði
Fyrsti fundur bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Garðs var haldinn síðdegis í samkomuhúsinu í Gerðum. Sveitarfélagið hlaut nýverið kaupstaðarréttindi og þá var nafni sveitarfélagsins breytt úr Gerðahreppur í Sveitarfélagið Garður. Áður en gengið var til dagskrár í dag gaf nýja bæjarstjórnin sér tíma til að stilla sér upp til myndatöku. Á myndinni eru: Neðri röð frá vinstri: Agnes Ásta Woodhead, Guðrún S. Alfreðsdóttir, Ingimundur Þ. Guðnason forseti bæjarstjórnar og Hrafnhildur Sigurðardóttir. Í aftari röð frá vinstri eru: Sigurður Jónsson bæjarstjóri, Arnar Sigurjónsson, Einar Jón Pálsson og Gísli Heiðarsson. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson