Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Fyrsti áfangi nýrrar sorpeyðingastöðvar hljóðar uppá 740 milljónir
Föstudagur 30. ágúst 2002 kl. 10:28

Fyrsti áfangi nýrrar sorpeyðingastöðvar hljóðar uppá 740 milljónir

Guðjón Guðmundsson, framkvæmdastjóri Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, afhenti forstöðumönnum Héðins hf. fyrstu greiðslu vegna framkvæmda við nýja Sorpeyðingastöð í gær á fundi sem haldinn var vegna verkefnisins. Eins og áður hefur komið fram í fjölmiðlum var gengið frá samningi við Héðinn hf. í lok júlí og síðan þá hefur verið unnið að undirbúningi þess. Með þessari fyrstu greiðslu er óhætt að segja að verkið sjálft sé þannig að hefjast en fyrsti áfanginn kostar 740 milljónir.

Verkframkvæmdir hefjast á haustmánuðum en dagsetningin er þó enn óráðin. Áætlað er að ný sorpeyðingastöð verði tilbúin í árslok 2003, eftir prófanir og annað slíkt.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024