Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Miðvikudagur 9. apríl 2008 kl. 10:20

Fyrsta úthlutun Menningarráðs Suðurnesja

Fyrsta úthlutun styrkja á vegum Menningarráðs Suðurnesja verður úthlutað við hátíðlega athöfn næstkomandi föstudag.
Alls bárust 57 umsóknir og var samanlöð upphæð styrkbeiðna rúmlega 144 miljónir.
Til úthlutunar eru 17 miljónir sem skiptast á 40 verkefni sem fengu styrk að þessu sinni, þrjú verkefni fengu styrk að upphæð 1 miljón króna og verða þeir aðilar með stutta kynningu á verkum sínum

Menningarstyrkirnir sem hér um ræðir komu til á síðasta ári þegar menntamálaráðherra og samgönguráðherra og sveitarfélögin á Suðurnesjum geðu með sér 3ja ára samning um menningarmál á Suðurnesjum. Tilgangur samningsins er m.a. sá að efla menningarstarf á Suðurnesjum og beina stuðningi ríkisins og sveitarfélaga á Suðurnesjum við slíkt starf í einn farveg.
Þá er samningnum ætlað að tryggja sem best frumkvæði og áhrif sveitarfélaganna við forgangsröðun verkefna og auka samstarf þeirra við framkvæmd og stefnumótun menningarmála í landshlutanum. Í kjölfar samningsins stofnuðu sveitarfélögin Menningarráð Suðurnesja til að halda utan um verkefnið.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024