Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fyrsta tréð í Landnámsskógi komið í mold
Þriðjudagur 31. maí 2011 kl. 15:51

Fyrsta tréð í Landnámsskógi komið í mold

Nú rétt í þessu var fyrsta tréð gróðursett í nýjum landnámsskógi á svæðinu ofan við Stekkjarkot og Víkingaheima á Fitjum. Daði Þór Pálsson, fjölfatlaður ungur maður, gróðursetur fyrstu plöntuna sem var að sjálfsögðu íslenskt birki. Skógurinn er hugmynd og verkefni föður Daða Þórs, Páls Rúnars Pálssonar.


Landnámsskógurinn er hugsaður sem hluti af stærri skógarheild á svæðinu ofan við Stekkjarkot og Víkingaheima á Fitjum. Markmiðið í landnámshluta skógarins er að gróðursetja þar eingöngu þær trjátegundir sem álitið er að vaxið hafi á Íslandi við landnám, svo sem birki, sem verður að líkindum uppistaða trjáa á því svæði.
Aðrar tegundir sem ræktaðar verða á skógarsvæðinu verða flestar þær tegundir sem nýttar hafa verið almennt í skógrækt á Íslandi, svo sem greni, fura, ösp, reynir o.fl. þannig að saman myndi öfluga skógarheild og hlífandi umgjörð um landnámshlutann og útivistarrjóður sem gert er ráð fyrir að verði nokkur í skóginum.
Gott aðgengi verður um skóginn þannig að fatlaðir eigi þar greiða leið um, bæði til vinnu sem og til að njóta útivistar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Fólk lét sig hafa það að mæta í rigningunni

Fyrsta plantan, íslenska birkið


VF-Myndir EJS: Efst er Daði Þór Pálsson ásamt föður sínum, Páli Rúnari Pálssyni