Fyrsta tölublaðið á nýju ári frá Víkurfréttum
Víkurfréttir hafa gefið út sitt fyrsta tölublað á nýju ári. Tuttugu og fjórar síður af 1. tölublaði 42. árgangs Víkurfrétta fóru í prentun í kvöld en blaðinu verður dreift á alla okkar helstu dreifingarstaði í fyrramálið.
Í fyrsta blaði ársins er nokkuð ítarleg umfjöllun um baráttuna við Covid-19 á Suðurnesjum og fyrstu bólusetninguna.
Fréttamyndir ársins 2020 eru birtar á fjórum síðum í blaði vikunnar og þá hefur verið tekinn saman íþróttaannáll Suðurnesja.
Fyrsta barn ársins fæddist í Sandgerði í heimafæðingu. Sagt er frá henni í blaðinu og þar eru líka fjölmargar fréttir af viðburðum síðustu daga.
Rafræn útgáfa blaðsins er aðgengileg hér að neðan.


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				