Fyrsta sumarblað Víkurfrétta er komið á vefinn
Víkurfréttir eru komnar á netið í hnausþykkri rafrænni útgáfu. Blaðið er dagsett fimmtudaginn 23. apríl, sem er sumardagurinn fyrsti og því er þetta 17. tölublað ársins fyrsta sumarblað okkar hjá Víkurfréttum.
Blaðið í þessari viku er alls 62 síður og sem fyrr stútfullt af áhugaverðu lesefni, fallegum myndum og lifandi efni, því á nokkrum stöðum í blaðinu er hægt að spila myndskeið með viðtölum eða sjá annað lifandi myndefni.
Stærsta málefni þessa tölublaðs Víkurfrétta er viðtal við Þuríði Aradóttur hjá Markaðsstofu Reykjaness þar sem hún ræðir um ástandið í ferðaþjónustunni á Suðurnesjum.
Í blaðinu eru einnig viðtöl við Suðurnesjafólk í útlöndum um lífið þar almennt og einnig á tímum COVID-19.
Við heimsækjum gæludýrahótel í Reykjanesbæ og spjöllum við Garðar Gæa Viðarsson sem er að byrja með hlaðvarpsþátt á fésbókinni.
Við ræðum við nýbakaðan föður, förum á Hólmsvöll í Leiru og Hulda Geirsdóttir velur fimm af sínum uppáhalds hljómplötum.
Fjölmargir Suðurnesjamenn svara spurningum blaðsins í netspjalli, sem er leiðin okkar í dag til að eiga í samskiptum við viðmælendur.
Þá er ítarlegt viðtal við Elvu Dögg Sigurðardóttur sem er í hlaðvarpsþættinum Góðar sögur. Hægt er að lesa viðtalið í blaðinu eða smella á tengil til að hlusta.
Allt blaðið má lesa með því að smella á það hér að neðan.
Neðst í hægra horni má opna blaðið í fullan skjá og þeir lesendur sem kjósa að hlaða niður pdf-skrá með blaðinu gera það með því að smella á píluna efst í vinstra horni gluggans. Í þeirri útgáfu er hins vegar ekki hægt að horfa á myndskeið.