Fyrsta skóflustungan að tvöföldun tekin á laugardag
Laugardaginn 11. janúar eru tvö ár liðin frá fjölmennum borgarafundi í Félagsheimilinu Stapa í Reykjanesbæ, þar sem þúsund manns voru saman komin til að leggja sitt á vogarskál framkvæmda við tvöföldun Reykjanesbrautar. Við lok fundarinns var Sturlu Böðvarsyni samgönguráðherra afhent krómuð skófla frá áhugahóp um örugga Reykjanesbraut sem nú á laugardaginn mun gegna lykilhlutverki í formlegu upphafi framkvæmda. Okkur sem þar vorum saman komin er sýndur mikil heiður að fyrsta skóflustunga að tvöfaldri Reykjanesbraut skuli bera upp á þennan sama dag tveimur árum síðar. Dagurinn 11. janúar er því táknrænn að þessu leiti auk þess sem 11 táknar á sinn hátt þau tvö strik sem málið allt gengur út á.
Sjaldan hefur eitt verkefni haft svo marga virka baráttumenn í langri sögu væntinga. Allt frá ráðherrum til þingmanna, sveitarstjórnarmanna til einstaklinga sem með virkri samvinnu og þrautsegju hafa hér vissulega skilað góðum árangri. Í dag eru líklega á annan tug ára síðan hugmynd um tvöfalda Reykjanesbraut bar fyrst á góma og hafa margir góðir einstaklingar lagt málinu lið frá upphafi og munu án efa enn aðrir koma hér að til að leiða framkvæmdina til lykta á allra næstu árum. Það er því ástæða í dag að þakka samgönguráðherra, Sturlu Böðvarsyni fyrir vasklega framgöngu og skilning á málinu, starfsmönnum Vegagerðarinnar, þingmönnum og öðrum sem lagt hafa sitt á vogaskálarnar.
Í mínum huga hafa þau fjölmörgu hörmuleg slys haft þau áhrif sem við eru vitni af hér í dag. Því fylgja margblendnar tilfinningar framkvæmd þessari – því skulum við ekki gleyma.
Á laugardaginn kemur klukkan 13:30 munu forsvarsmenn áhugahópsins leggja blómsveig að minnisvarða við Kúagerði sem reist var í minningu þeirra sem látið hafa lífið á Reykjanesbrautinni. Síðar eða klukkan 14:00 mun síðan vígslan hefjast þar sem fyrsta skóflustungan af tvöfaldri Reykjanesbraut verður tekin við Kúagerði. Í framhaldi mun bílalest gesta taka forskot á sæluna og keyra nokkra kílómetra á báðum akgreinum Reykjanesbrautar í átt að Reykjanesbæ. Þar ætlar áhugahópurinn að hittast ásamt verktökum klukkan 15:00 og fagna þessum tímamótum með gestum og gangandi í Félagsheimilinu Stapa þar boðið verður uppá kaffisopa og formköku. Við skorum á alla Suðurnesjamenn og sérstaklega þá sem komið hafa að málinu frá upphafi að mæta og gleðjast með okkur á góðri stundu.
Hagstæð tilboð verktaka eru okkur sérstakt gleðiefni og gefa ástæðu til bjartsýni hvað framhald varðar. Við forsvarsmenn áhugahópsins fögnum þessum áfangasigri fyrir hönd skjólstæðinga okkar sem skipta hundruðum – sigurinn er þeirra.
Fyrir hönd félaga minna í áhugahóp um örugga
Reykjanesbraut.
Steinþór Jónsson, formaður.
Sjaldan hefur eitt verkefni haft svo marga virka baráttumenn í langri sögu væntinga. Allt frá ráðherrum til þingmanna, sveitarstjórnarmanna til einstaklinga sem með virkri samvinnu og þrautsegju hafa hér vissulega skilað góðum árangri. Í dag eru líklega á annan tug ára síðan hugmynd um tvöfalda Reykjanesbraut bar fyrst á góma og hafa margir góðir einstaklingar lagt málinu lið frá upphafi og munu án efa enn aðrir koma hér að til að leiða framkvæmdina til lykta á allra næstu árum. Það er því ástæða í dag að þakka samgönguráðherra, Sturlu Böðvarsyni fyrir vasklega framgöngu og skilning á málinu, starfsmönnum Vegagerðarinnar, þingmönnum og öðrum sem lagt hafa sitt á vogaskálarnar.
Í mínum huga hafa þau fjölmörgu hörmuleg slys haft þau áhrif sem við eru vitni af hér í dag. Því fylgja margblendnar tilfinningar framkvæmd þessari – því skulum við ekki gleyma.
Á laugardaginn kemur klukkan 13:30 munu forsvarsmenn áhugahópsins leggja blómsveig að minnisvarða við Kúagerði sem reist var í minningu þeirra sem látið hafa lífið á Reykjanesbrautinni. Síðar eða klukkan 14:00 mun síðan vígslan hefjast þar sem fyrsta skóflustungan af tvöfaldri Reykjanesbraut verður tekin við Kúagerði. Í framhaldi mun bílalest gesta taka forskot á sæluna og keyra nokkra kílómetra á báðum akgreinum Reykjanesbrautar í átt að Reykjanesbæ. Þar ætlar áhugahópurinn að hittast ásamt verktökum klukkan 15:00 og fagna þessum tímamótum með gestum og gangandi í Félagsheimilinu Stapa þar boðið verður uppá kaffisopa og formköku. Við skorum á alla Suðurnesjamenn og sérstaklega þá sem komið hafa að málinu frá upphafi að mæta og gleðjast með okkur á góðri stundu.
Hagstæð tilboð verktaka eru okkur sérstakt gleðiefni og gefa ástæðu til bjartsýni hvað framhald varðar. Við forsvarsmenn áhugahópsins fögnum þessum áfangasigri fyrir hönd skjólstæðinga okkar sem skipta hundruðum – sigurinn er þeirra.
Fyrir hönd félaga minna í áhugahóp um örugga
Reykjanesbraut.
Steinþór Jónsson, formaður.