Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Fyrsta skóflustungan að nýju hjúkrunarheimili í Reykjanesbæ í dag - allir velkomnir í kaffi og rjómatertu
Fimmtudagur 17. maí 2012 kl. 09:30

Fyrsta skóflustungan að nýju hjúkrunarheimili í Reykjanesbæ í dag - allir velkomnir í kaffi og rjómatertu

Framkvæmdir við byggingu á nýju hjúkrunarheimili í Reykjanesbæ munu hefjast formlega í dag, fimmtudaginn 17. maí n.k., kl. 15, en þá verður tekin fyrsta skóflustunga að byggingunni. Athöfnin fer fram við þjónustumiðstöðina á Nesvöllum, en það verða fulltrúar elstu og yngstu kynslóðar í Reykjanesbæ sem sameiginlega munu taka þessa skóflustungu, að viðstöddum gestum. Eftir athöfnina mun bæjarstjórn Reykjanesbæjar kynna framkvæmdina og bjóða gestum uppá kaffi og rjómatertu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Bæjarstjórn Reykjanesbæjar hefur ákveðið að hefja framkvæmdir við byggingu á nýju hjúkrunarheimili á Nesvöllum í Reykjanesbæ. Í fyrsta áfanga verður byggt nýtt hjúkrunarheimili fyrir 60 íbúa, en gert er ráð fyrir frekari stækkunar möguleikum í framtíðinni. Hið nýja heimili verður nýtískulegt í alla staði, og staðfært að þörfum nútímans. Við hönnun þess var áhersla lögð á litlar hjúkrunareiningar með rúmgóðu einkarými fyrir hvern og einn auk sameiginlegs rýmis fyrir íbúa og starfsfólk hverrar einingar með eldunaraðstöðu, borðstofu og dagstofu. Byggingin verður um 4.350 fermetrar að grunnfleti, staðsett á lóðinni Njarðarvellir 2, og mun hún tengjast við þjónustumiðstöð og öryggisíbúðir á Nesvöllum. Byggingin verður í eigu Reykjanesbæjar, en gert er ráð fyrir að byggingarkostnaður verði allt að 1.550 m.kr., sem fjármagnað verður með láni frá Íbúðalánasjóð. Ríkissjóður mun greiða mánaðarlega leigu til Reykjanesbæjar, sem standa mun undir fjármagnskostnaði og rekstrarkostnaði hússins.

Arkitektahönnun að hinu nýju hjúkrunarheimili er í höndum THG arkitekta, en auk þeirra munu Verkfræðistofa Suðurnesja, Tækniþjónusta SÁ, Rafmiðstöðin og Efla annast verkfræðihönnun.

Bæjarstjórn Reykjanesbæjar lagði fram stefnumörkun sína í uppbyggingu á öldrunarþjónustu í sveitarfélaginu árið 2005, með nýju aðalskipulagi og möguleikum til uppbyggingar á Nesvöllum, þar sem í upphafi var gert ráð fyrir nýju hjúkrunarheimili. Að sögn Árna Sigfússonar bæjarstjórar í Reykjanesbæ „er Nesvalla svæðið staðsett í miðju sveitarfélagsins og sérstaklega valið með tilliti til þarfa aldraðra íbúa. Þar er jafnframt gert er ráð fyrir ríflegum stækkunarmöguleikum til framtíðar“.

Í júní árið 2008 voru öryggisíbúðir og þjónustumiðstöð á Nesvöllum teknar í notkun, en innangengt verður á milli þeirra og nýja hjúkrunarheimilisins. „Nú er loks komið að þessum áfanga uppbyggingar sem er í fullu samræmi við upphaflega stefnumörkun Reykjanesbæjar, og er það mikið fagnaðarefni. Við fögnum innilega þessum áfanga í uppbyggingu á öldrunarþjónustu sveitarfélagsins, sem verður kærkomin viðbót við þá góðu þjónustu sem í boði er fyrir eldra fólk í Reykjanesbæ.“ Sagði Árni Sigfússon, bæjarstjóri að lokum.

Fyrsta útboð í jarðvinnu var opnað s.l. föstudag, og er stefnt að gerð samnings við jarðvinnuverktaka í þessari viku. Í framhaldi af því verður verkinu skipt upp í nokkra útboðsáfanga, sem hver fyrir sig verður boðin út. Stefnt er að verklokum í byrjun ársins 2014.