Fyrsta skóflustungan að bensínstöð Atlantsolíu
Fyrsta skóflustungan að bensínafgreiðslustöð Atlantsolíu í Reykjanesbæ var tekin í dag. Árni Sigfússon, bæjarstjóri, varð þess heiðurs aðnjótandi að taka fyrstu skóflustunguna með gröfu, en tækjamaðurinn var honum innan handar við verkið.
Bæjarstjóri bauð Geir Sæmundsson, framkvæmdastjóra Atlantsolíu, velkominn og vonaðist til þess að starfsemi þeirra myndi auka samkeppni á eldsneytismarkaði bæjarins.
Að athöfn lokinni var boðið upp á pulsu og kók á Biðskýlinu í Njarðvík.
VF-myndir/Þorgils