Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fyrsta skóflustunga tekin fyrir nýbyggingu við Grunnskólann í Sandgerði
Laugardagur 17. maí 2008 kl. 11:14

Fyrsta skóflustunga tekin fyrir nýbyggingu við Grunnskólann í Sandgerði

Fyrsta skóflustunga að nýbyggingu við Grunnskólann í Sandgerði var telin í gær. Afmælisbörn dagsins Hreiðar Ingi Bjarnason 16 ára og Markús Guðmundsson 13 ára tóku skóflustunguna.

Stefnt er að því að viðbyggingin verði tekin í notkun á haustið 2009 og má búast við að vegna framkvæmdanna verði nokkur röskun verður á skólastarfi næsta skólaár.
Þremur lausum kennslustofum var komið fyrir á skólalóðinni fyrir helgi til viðbótar við þær tvær sem komnar voru og nýtast munu undir kennslu á meðan á framkvæmdum stendur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

VF-mynd/elg: Frá athöfninni í gær. Með Hreiðari og Markúsi á myndinni eru Sigurður Valur Ásbjarnarson, bæjarstjóri og og Fanney D. Halldórsdóttir, skólastjóri.