Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fyrsta skóflustunga Hönnu Birnu
Hanna Birna ásamt Birni Óla Haukssyni, forstjóra Isavia.
Fimmtudagur 19. júní 2014 kl. 17:19

Fyrsta skóflustunga Hönnu Birnu

5000 fm viðbygging rís senn við Flugstöð Leifs Eiríkssonar.

„Ég er fyrsta konan til að gegna embætti innanríkisráðherra og þetta er fyrsta skóflustungan mín. Ofan á það geri ég þetta 19. júní, á sjálfan kvennadaginn,“ sagði Hanna Birna Kristjánsdóttir, eftir að hún tók fyrstu skóflustungu að stækkun Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli, í ausandi rigningu.

Reist verður 5000 fermetra viðbygging á þremur hæðum við suðurbyggingu flugstöðvarinnar fyrir ný brottfararhlið sem þjóna munu farþegaakstri til flugvélastæða sem ekki eru tengd flugstöðinni með landgöngubrúm. Með því fæst umtalsverð afkastaukning á háannatíma með lágmarksfjárfestingarkostnaði.

Hópur fólks var saman kominn til að fagna áfanganum sem hafa mun verulega þýðingu fyrir ört vaxandi ferðaþjónustu. Víkurfréttir voru á staðnum og tóku meðfylgjandi myndir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hanna Birna mundar gylltu skófluna, sem hún kaus frekar að nota en gröfuna fyrir aftan.

Myndir af nýju viðbyggingunni. Hlutföllin miðað við eldri byggingu sjást vel á þeim:

VF/Olga Björt