Miðvikudagur 2. október 2013 kl. 09:09
				  
				Fyrsta skóflustunga að íþróttamannvirkjum í Grindavík
				
				
				
	Fyrsta skóflustungan að viðbyggingu íþróttamannvirkja í Grindavík verður tekin nú á eftir kl. 10:00. Bæjarbúar eru boðnir velkomnir að vera viðstaddir.
	
	Nemendur Hópsskóla munu taka skóflustunguna og verður athöfnin á grasinu austan við íþróttahúsið.