Fyrsta löndunin á nýju bryggunni við Norðurgarð
Jóhanna Gísladóttir ÍS 7, sem Vísir hf. í Grindavík gerir út, varð fyrsti báturinn til þess að landa á nýju bryggjunni við Norðurgarð í Grindavík. Báturinn kom til hafnar í nótt og hóf löndun snemma í morgun. Um borð í Jóhönnu Gísladóttur voru 80 tonn af blönduðum afla.
Bryggjan við Norðurgarð er beint fyrir framan Vísi hf. og því hæg heimatökin.
Framkvæmdir við höfnina halda áfram næsta sumar en gert er ráð fyrir að klára þekjuna á Norðurgarði ásamt aðstöðu fyrir hafnarverði og vigtarmenn í nýju húsi.
Mynd/www.grindavik.is