Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Föstudagur 26. janúar 2001 kl. 10:25

Fyrsta loðnan komin

Oddeyrin kom með fyrstu loðnu ársins í síðustu viku, samtals 755 tonn og einnig 1735 tonn af síld.
Samtals bárust 2974 tonn á land í Grindavík vikuna14.janúar-20. janúar. 484 tonn voru botnfiskur, 1735 tonn af síld og 755 tonn af loðnu.
Að sögn Sverris Vilbergsson, hafnarstjóra í Grindavík, voru gæftir fremur stirðar að öðru leyti. „Stóru línubátarnir gátu þó athafnað sig og ísfisktogararnir, ef undan er skilin helgin. Þá var sunnan stormur og haugasjór“, sagði Sverri í samtali við VF.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024