Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Miðvikudagur 6. desember 2000 kl. 11:50

Fyrsta konan til að gegna stöðu varðstjóra

Í tengslum við nýtt skipurit lögreglunnar á Keflavíkurflugvelli voru tvær konur settar í stöður varðstjóra og rannsóknarlögreglumanns.
Í tengslum við breytt skipurit lögreglunnar á Keflavíkurflugvelli voru 13 stöður auglýstar lausar til umsóknar. Um þrjár nýjar stöður er að ræða en breyting á 10 stöðum. Nýtt skipurit tekur gildi þann 1.janúar n.k. Um eftirfarandi stöður var að ræða; 2 stöður aðstoðaryfirlögregluþjóna, 4 stöður aðalvarðstjóra, 1 staða lögreglufulltrúa, 2 stöður varðstjóra, 1 staða rannsóknarlögreglumanns og 3 stöður lögreglumanna.
Utanríkisráðherra skipar eða setur í stöður aðstoðaryfirlögregluþjóna en ríkislögreglustjóri skipar eða setur í aðrar stöður.
Lögreglustjórinn á Keflavíkurflugvelli lagði það til við ríkislögreglustjórann að sett yrði til reynslu í allar stöðurnar til eins árs. Ríkislögreglustjóri hefur nú sett í stöðurnar.
Meðal 11 umsækjenda um 2 stöður varðstjóra var ein kona, Þuríður Berglind Ægisdóttir. Þuríður var sett í aðra stöðuna og er þar með fyrsta konan til að gegna stöðu varðstjóra hjá lögreglunni á
Keflavíkurflugvelli. 5 sóttu um um stöðu rannsóknarlögreglumanns, þ.á m. ein kona, Heiðrún Sigurðardóttir, sem hafði gegnt hefur stöðunni um nokkurra mánaða skeið. Heiðrún hlaut stöðuna.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024