Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fyrsta Icelandair flugferð kl. 19.40 eftir verkfall
Föstudagur 9. maí 2014 kl. 13:46

Fyrsta Icelandair flugferð kl. 19.40 eftir verkfall

Löng biðröð var fyrir framan söluskrifstofu Icelandair í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í morgun en í gær aflýsti félagið 26 flugferðum í dag vegna verkfalls flugmanna.

Traffík í innritun var því skiljanlega miklu minni í morgun en Icelandair er lang stærsti aðilinn í flugstöðinni. Óbreytt staða var hjá öðrum félögum. Verkfallið stendur í tólf tíma og næsta flug Icelandair er til Kaupmannahafnar kl. 19.40, ferð sem var á áætlun kl. 13.15. Þá verða ferðir til fleira borga á vegum félagsins um leið og verkfalli lýkur.
Alls voru 4500 farþegar bókaðir í ferðir hjá Icelandair í dag í þær 26 ferðir sem voru felldar niður.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Löng biðröð myndaðist við söluskrifstofu Icelandair í flugstöðinni. Við flughlöðin stóðu mannlausar flugvélar Icelandair. VF-myndir/hilmarbragi.