Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Fimmtudagur 13. apríl 2000 kl. 17:17

Fyrsta hvalaskoðunarferð ársins

Fyrsta hvalaskoðunarferð ársins var farin fyrir rúmri viku síðan. Lagt var upp frá Keflavíkurhöfn og siglt út fyrir Garðskaga. Veðrið var gott þennan dag og ferðin tók um þrjár klukkustundir. Tuttugu erlendir ferðamenn fóru með í ferðina. Þeir urðu ekki fyrir vonbrigðum því hvalirnir létu sjá sig og aðstæður til fuglaskoðunar voru frábærar. Helga Ingimundardóttir hefur boðið uppá hvalaskoðunarferðir sl. 6 ár. Fyrirtækið heitir Ferðaþjónusta Suðurnesja og er nú orðið vel þekkt á markaðnum. Fyrir ári síðan tók Helga í notkun, bátinn Andreu, sem er tæplega 40 tonna stálbátur og rúmar 55 farþega. Lagt er upp í ferðir frá Keflavíkurhöfn sjö daga vikunnar kl. 10:45.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024