Fyrsta húsið í Lautarhverfi er risið
Í dag reis fyrsta húsið í Lautarhverfinu í Grindavík og það var HH Smíði ehf. sem reið á vaðið. HH Smíði mun reisa tvö forsteypt einingahús sem steypt eru á Akranesi og flutt á vagni til Grindavíkur. Húsin verða reist í dag, 5. mars, og var búið að reisa annað þeirra kl 16:00 og var þá hafist handa við seinna húsið.
Hverfið var tilbúið til byggingar á fyrir um ári síðan og nú loks eru hafnar framkvæmdir á því. HH Smíði ehf hefur verið úthlutað 3 lóðum á svæðinu og fyrir skömmu síðan var HK verk ehf úthlutað einni lóð á svæðinu.
VF-mynd: Pétur Breiðfjörð