Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fyrsta hjúkrunarheimilið opnar í ársbyrjun 2014
Framkvæmdir við byggingu hjúkrunarheimilis ganga vel.
Laugardagur 4. maí 2013 kl. 08:00

Fyrsta hjúkrunarheimilið opnar í ársbyrjun 2014

Fyrsta sérbyggða hjúkrunarheimilið í Reykjanesbæ.

„Við stefnum á að opna nýtt hjúkrunarheimili í Reykjanesbæ í ársbyrjun 2014. Þetta er í raun fyrsta sérbyggða hjúkrunarheimilið í Reykjanesbæ,“ sagði Árni Sigfússon á íbúafundi í Reykjanesbæ í vikunni.

Heimilið er ætlað öldruðum Suðurnesjabúum sem þurfa á því að halda og býður 60 hjúkrunaríbúðir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Í nóvember sl. var leitað til Velferðarráðuneytisins um að auka byggingarstærðina í 80 íbúðir, enda mun hagkvæmari stærðareining fyrir ríkið, sem greiðir fyrir rekstur hjúkrunarheimila,  en ráðuneytið afgreiddi ekki erindið þrátt fyrir ítrekanir og ekki lengur unnt að bæta við fjórðu hæðinni, eins og til stóð, nema með umtalsverðum aukakostnaði,“ sagði Árni Sigfússon.