Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þriðjudagur 11. september 2001 kl. 09:48

Fyrsta hæð D-álmu tilbúin um mánaðarmótin

Lokaúttekt hjá verktaka á D-álmunni fór fram í síðustu viku, þó vantar enn innréttingar í
rannsóknarherbergin og lyfjabúr. Einnig er eftir að ganga frá heitum potti sem verður notaður sem æfingalaug fyrir endurhæfingu.
Að sögn Jóhanns Einvarðsson, framkvæmdastjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, verður þessu væntanlega lokið um næstu mánaðarmót. „Ég var með opið hús fyrir starfsfólk fljótlega eftir að húsið var fokhelt og fannst gott tilefni til að endurtaka það nú þegar framkvæmdum er um það bil lokið. Ég stefni einnig að því að gera það líka fyrir íbúa svæðisins mjög fljótlega. Ég veit ekki hvenær ég fæ svo fyrstu hæðina formlega afhenta en vona að það verði í þessum mánuði“, segir Jóhann.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024