Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fyrsta flug WOW air til St Louis
Föstudagur 18. maí 2018 kl. 10:44

Fyrsta flug WOW air til St Louis

Fyrsta flug til St Louis var í gær en þetta er í fyrsta sinn sem Íslendingum býðst beint flug til borgarinnar. Flogið verður þangað fjórum sinnum í viku, á mánudögum, þriðjudögum, fimmtudögum og laugardögum í Airbus A321 vél flugfélagsins. Flugtíminn er rétt rúmar sjö klukkustundir en lent er í St Louis klukkan 19:50 að staðartíma.

„Við höfum fundið fyrir miklum áhuga fyrir þessari flugleið frá almenningi í St. Louis. Við erum vel í stakk búin að taka á móti gestum víðs vegar að til þess að upplífa allt sem borgin hefur upp á að bjóða,“ sagði Rhonda Hamm-Niebruegge framkvæmdastjóri St. Louis Lambert International flugvallar.
St Louis tilheyrir Missouri og liggur meðfram Mississippi ánni. Borgin var stofnuð af Frökkum árið 1764 og heldur fast í sínar frönsku rætur en þær má greina í arkitektúr og öðrum þáttum borgarlífsins. Fyrir unnendur klassískra kvikmynda má nefna að rómantíska söngvamyndin „Meet me in St Louis“ frá 1944, með Judy Garland í aðalhlutverki, gerist þar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

St Louis er tólfti áfangastaður WOW air í Bandaríkjunum en þeir verða samtals 13 í lok maí. Stutt er síðan áfangastaðirnir Detroit, Cleveland og Cincinnati bættust við ört stækkandi leiðarkerfi WOW air.