Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fyrsta flug WOW air til Cork
WOW air flug í fyrsta skipti til Cork á Írlandi í gær.
Laugardagur 20. maí 2017 kl. 05:00

Fyrsta flug WOW air til Cork

WOW air flaug sitt fyrsta flug til Cork á Írlandi í gær en þegar vélin lenti á Írlandi var vel tekið á móti henni. Slökkviliðsbílar sprautuðu sitt hvoru megin yfir hana og mynduðu stóran vatnsboga.
WOW air kemur til með að fljúga fjórum sinnum í viku til Cork, allan ársins hring, en WOW air flýgur einnig til Dublin á Írlandi.

Cork er önnur stærsta borgin á Írlandi á eftir Dublin en Cork hefur lengi verið vinsæll áfangastaður fyrir golfáhugamenn, enda fjölmargir golfklúbbar á svæðinu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024