Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fyrsta flug WOW air til Cleveland
Föstudagur 4. maí 2018 kl. 11:10

Fyrsta flug WOW air til Cleveland

Fyrsta flug WOW air til Cleveland var flogið í gærkvöldi. Flogið verður þangað fjórum sinnum í viku, á þriðjudögum, fimmtudögum, laugardögum og sunnudögum í Airbus A321 vélum flugfélagsins. Flugtíminn er sex og hálfur klukkutími en lent er í Cleveland rétt fyrir miðnætti að staðartíma. Þetta er í fyrsta skipti í níu ár sem flug til Evrópu býðst íbúum Cleveland.

Cleveland er önnur stærsta borg Ohio með íbúafjölda upp á rétt rúmar tvær milljónir. Borgin er annáluð fyrir mikla matarmenningu og öfluga tónlistarsenu en Rock & Roll frægðarhöllin hefur vakið mikla lukku. Þá er Cleveland mikil íþróttaborg en hinn heimsþekkti körfuboltakappi LeBron James spilar fyrir Cleveland Cavaliers.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Þetta flug markar upphaf nýs tíma fyrir íbúa Ohio-ríkis sem geta nú flogið beint til Íslands og þaðan áfram til Evrópu. Lág fargjöld WOW air gera fólki kleift að láta drauma sína um frí í Evrópu rætast,“ segir Robert Kennedy, framkvæmdastjóri Cleveland Hopkins International flugvallar.
Þetta er tíundi áfangastaður WOW air í Bandaríkjunum en í lok maí verða þeir 13 talsins. Í síðustu viku hófst flug til Detroit, Stansted-flugvallar í London og JFK-flugvallar í New York.