Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fyrsta flug WOW air til Chicago
Fimmtudagur 13. júlí 2017 kl. 14:57

Fyrsta flug WOW air til Chicago

WOW air flýgur sitt fyrsta flug til Chicago í dag en flogið verður til Chicago O´Hare flugvallar í Airbus A321 flugvélum fjórum sinnum í viku í allan vetur. Þá verður flogið allt að sex sinnum í viku í ágúst mánuði til þess að anna eftirspurn.

Chicago er einn vinsælasti áfangastaður í heimi en talið er að yfir 50 milljónir ferðamanna sæki borgina heim ár hvert. Chicago er þriðja stærsta borg Bandaríkjanna.

Þetta er áttundi áfangastaður WOW air í Bandaríkjunum en nú er flogið til New York, Boston, Washington D.C., Miami, Pittsburgh, Los Angeles og San Francisco.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024