Fyrsta flug WOW air til Brussel
-Brussel er 31. áfangastaður flugfélagsins
Í morgun var flogið fyrsta flug WOW air til Brussel, höfuðborgar Belgíu, en flugfélagið mun fljúga þangað daglega í sumar og fjórum sinnum í viku frá og með október. Samkvæmt vetraráætlun verður flogið á sunnudögum, mánudögum, miðvikudögum og föstudögum. Brussel er 31. áfangastaður WOW air.
Tekið var á móti flugvélinni á Brussel Zaventem flugvelli með glæsilegum vatnsboga sem sprautað var yfir vélina úr tveimur slökkviliðsbílum og klippti Bergdís Ellertsdóttir, sendiherra Íslands, á borða við hátíðlega athöfn í flugstöðinni.