Fyrsta Evrópuferðin af 13 farin út
Vinningarnir fljúga út í Jólalukku Víkurfrétta. Fyrsta Evrópuferðin er farin en það var Hörður H. Harðarson sem skóf til sín fyrstu utanlandsferðina.
Jólalukku Víkurfrétta þarf vart að kynna fyrir Suðurnesjamönnum en þetta er í tíunda sinn sem hann fer af stað.
Vinningum fer ekkert fækkandi, þrátt fyrir kreppu, að þessu sinni eru þeir 5100 talsins. Þar af eru 13 Evrópuferðir með Icelandair, 16 matarúttektirað að upphæð 15 þúsund krónum hver í Nettó eða Kaskó. Stærsta matarúttektin er upp á 100 þúsund krónur í Nettó Njarðvík. Auk þess er fjöldi annarra vinninga, smærri og stærri.
Þegar verslað er fyrir 5000 þúsund krónur í þeim verslunum sem taka þátt í Jólalukkunni fá viðskiptavinir afhentan skafmiða og sjá um leið hvort vinningur er á miðanum. Fólk getur þá nálgast vinninginn strax hjá viðkomandi verslun eða þjónustuaðila.
Ef það leynist hins vegar ekki vinningur á miðanum er ekki öll von úti því hægt er að setja nafn sitt á bakhlið miðans og skila honum í lukkupott sem staðsettur er í Kaskó og Nettó. Úr honum verður dregið þrisvar sinnum fram að jólum. Vinningar í úrdrættinum er m.a. 100 þúsund króna matarúttekt, Evrópuferðir og fleiri veglegir vinningar. Heildarverðmæti vinninga er yfir 5 milljónir króna. Leikurinn stendur yfir fram að jólum eða á meðan upplag miða endist. ??Jólalukkan fæst á eftirtöldum stöðum: Nettó/Kaskó, Kóda, Sportbúð Óskars, Gallerí kef, Persónu, Monroe, Georg V Hannah, K Sport, Skóbúðinni, SI verslun, Draumalandi, Eymundsson, Lyf og heilua, Heilsuhúsinu og Lyfju.??Nánari upplýsingar um Jólalukkuna er að finna í Víkurfréttum.
Mynd: Aldís Jónsdóttir hjá skrifstofu Víkurfrétta afhendir Herði H. Harðarsyni gjafabréf á Evrópuferð Icelandair. VF-mynd: Sigurður Jónsson