Fyrsta barn ársins
Fyrsta barnið er fætt á Heiðbrigðisstofnun Suðurnesja á þessu ári, það er stúlka sem mældist 52 sentimetrar og vó 3885 grömm.
Foreldrarnir eru Hlynur Óðinsson sem er fæddur og uppalinn í Keflavík, sonur hjónanna Sigurlaugar Oddnýjar Björnsdóttur og Guðmundar Karls Þorleifssonar, og Caroline Guldbrand sem er frá Gautaborg í Svíþjóð. Litla stúlkan hefur fengið nafnið Ísabel Hlynsdóttir og hún fæddist 2. janúar klukkan 20.12.
Alls fæddust 213 börn á fæðingardeild Heilbrigðisstofnunarinnar á síðasta ári.