Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fyrsta áfanga endurgerðar Hafnargötu lokið fyrir Ljósanótt
Miðvikudagur 18. júní 2003 kl. 16:41

Fyrsta áfanga endurgerðar Hafnargötu lokið fyrir Ljósanótt

Framkvæmdir við endurgerð Hafnargötunnar ganga vel, en búið er að helluleggja kaflann milli Aðalgötu og Tjarnargötu. Áfram er unnið að endurgerð götunnar og á Ljósanótt í sumar verður fyrsta áfanga endurgerða götunnar fagnað, en gert er ráð fyrir að endurgerð Hafnargötunnar verði lokið á Ljósanótt árið 2004.Jón Olsen framkvæmdastjóri Nesprýði segir að verkið gangi mjög vel. „Áfanginn að Grófinni verður kláraður fyrir Ljósanótt og höfum þegar lokið við jarðvegsskipti og getum farið í yfirborðsfrágang. Við erum komnir lengra með verkið vegna seinkana á fyrsta áfanga, en vegna seinkana gátum hafist handa við annan áfanga sem er frá gatnamótum Hafnargötu og Aðalgötu út að Gróf,“ sagði Jón í samtali við Víkurfréttir.

VF-ljósmynd: Nýtt útlit Hafnargötunnar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024