Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fyrrverandi lögreglumaður sektaður fyrir munntóbakssmygl
Þriðjudagur 5. september 2006 kl. 14:03

Fyrrverandi lögreglumaður sektaður fyrir munntóbakssmygl

Fyrrverandi lögreglumaður á Keflavíkurflugvelli hefur verið dæmdur til 7.500 króna sektargreiðslu fyrir ólöglegan innflutning á munntóbaki. Maðurin var ákærður fyrir að misnota stöðu sína sem lögreglumaður á Keflavíkurflugvelli og tekið á móti 30 dósum af munntóbaki úr hendi karlmanns, sem kom með flugi frá Stokkhólmi.

 

Geymdi ákærði tóbakið í varðstofu landamæraeftirlits og hugðist smygla því út úr flugstöðinni en lögregla fann þær áður.

 

Maðurinn játaði á sig smyglið og sættist á að greiða 7.500 krónur í sekt sem fyrr segir.

 

Frá þessu er greint á www.visir.is

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024