Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fyrrverandi landsliðsmarkvörður dæmdur í fangelsi
Þriðjudagur 9. mars 2010 kl. 09:17

Fyrrverandi landsliðsmarkvörður dæmdur í fangelsi


Ólafur Gottskálksson, fyrrverandi atvinnumaður í knattspyrnu og landsliðsmarkvörður, hefur í Héraðsdómi Reykjaness verið dæmdur í tíu mánaða fangelsi fyrir húsbrot og rán. Hann ruddist ásamt öðrum manni, Ólafi Darra Sturlusyni, inn á heimili manns í Reykjanesbæ og beitti hann ofbeldi auk þess sem þeir rændu fartölvu af manninum. Ólafur Darri fékk 12 mánaða fangelsisdóm enda taldist hann hafa rofið skilorð.

Atvikið átti sér stað þann 8. febrúar í fyrra. Ákærðu ruddust í heimildarleysi inn á heimili manns að Sólvallagötu í Reykjanesbæ. Ólafur Darri Sturluson sló húsráðanda ítrekað hnefahöggum í höfuð og bringu, íklæddur hönskum úr hörðu efni, þannig að fórnarlambið rotaðist og féll í gólfið. Réðust ákærðu báðir að honum með höggum og spörkum í höfuð og líkama en höfðu síðan á brott með sér Apple MacBook fartölvu að verðmæti um 120 þúsund krónur. Brotaþoli hlaut sprungu á neðri vör og yfirborðsáverka á andliti, hálsi og bringu.

Ákærðu er gert að greiða brotaþola 375 þúsund krónur í miskabætur og 226 þúsund krónur í málskostnað. Þá er hvorum þeirra gert að greiða verjendum sínum rúmar 400 þúsund krónur í málsvarnarlaun.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024