Fyrrum starfsmenn VL fá enga launamiða
Allt útlit er fyrir að fyrrum starfsmenn Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli lendi í vandræðum með að útfylla skattframtölin þar sem engir launamiðar berast frá VL.
Launabókhald Varnarliðsins var keyrt i gegnum kerfi sem vistað var hjá Skýrr en sá þjónustusamningur rann út í lok september þegar Varnarliðið fór af landi brott. Samkvæmt upplýsingum VF bauð Skýrr Varnaliðinu að framlengja samninginn fram yfir áramót. Erindi þess efnis var sent til höfuðstöðvanna í Napolí en engin svör bárust til baka. Þar af leiðandi keyrir Skýrr ekki út neina launamiða.
Utanríkisráðuneytið mun hafa reynt að reka á eftir málinu í gegnum bandaríska sendiráðið hér á landi en það hefur engu skilað enn sem komið er. Þá munu fyrrum yfirmenn starfmannahaldsins einnig hafa reynt að ýta á eftir málinu eftir sínum leiðum.
Samkvæmt upplýsingum VF getur Skýrr ekki keyrt út launamiðana nema hafa til þess aðgangsheimildir og formlegt samþykki Varnarliðsins.
Launabókhald Varnarliðsins var keyrt i gegnum kerfi sem vistað var hjá Skýrr en sá þjónustusamningur rann út í lok september þegar Varnarliðið fór af landi brott. Samkvæmt upplýsingum VF bauð Skýrr Varnaliðinu að framlengja samninginn fram yfir áramót. Erindi þess efnis var sent til höfuðstöðvanna í Napolí en engin svör bárust til baka. Þar af leiðandi keyrir Skýrr ekki út neina launamiða.
Utanríkisráðuneytið mun hafa reynt að reka á eftir málinu í gegnum bandaríska sendiráðið hér á landi en það hefur engu skilað enn sem komið er. Þá munu fyrrum yfirmenn starfmannahaldsins einnig hafa reynt að ýta á eftir málinu eftir sínum leiðum.
Samkvæmt upplýsingum VF getur Skýrr ekki keyrt út launamiðana nema hafa til þess aðgangsheimildir og formlegt samþykki Varnarliðsins.