Fyrrum sálfræðingar Reykjanesbæjar opna einkastofu
Sálfræðistofa Suðurnesja opnar í Reykjanesbæ
Sálfræðistofa Suðurnesja opnaði að Hafnargötu 51-55 í liðinni viku. Stofanvar stofnuð af sálfræðingunum Huldu Sævarsdóttur og Sigurði Þ. Þorsteinssyni. Stofan er sú eina sinnar tegundar á Suðurnesjum.
Hulda og Sigurður hafa áralanga reynslu af sálfræðistörfum bæði sjálfstætt og fyrir Reykjanesbæ og aðrar stofnanir. Stofan býður upp á fjölþætta þjónustu, s.s. meðferð, ráðgjöf og greiningar fyrir börn og fullorðna. Stofan getur einnig boðið upp á hópameðferðir og fræðslu, fyrir hópa og/eða fyrirtæki.
Að sögn Huldu og Sigurðar er einnig vilji til að fá fleiri starfsstéttir til að vinna á stofunni til að geta veitt sem heildstæðustu þjónustu fyrir íbúa svæðisins. Telja þau þörf fyrir slíkt úrræði svo ekki þurfi að leita út fyrir svæðið að þjónustu. Með þeim á stofunni starfar einnig Hafdís Kjartansdóttir sálfræðingur.