Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Fyrra skipulag í Grindavik tekur aftur gildi á morgun
Mánudagur 5. febrúar 2024 kl. 12:57

Fyrra skipulag í Grindavik tekur aftur gildi á morgun

Á morgun þiðjudaginn 6. febrúar verður aftur farið í fyrra útgefið skipulag þar sem aðgengi að Grindavík verður með þeim hætti að íbúar fá fyrirfram skilgreindan dag til að fara til Grindavíkur í lengri tíma en áður.  

Eins og áður hefur komið fram þá var skipulagi breytt í framhaldi af uppfærðu hættumatskorti Veðurstofunnar þar sem fram kom að líkurnar á kvikuhlaupi og eldgosi hafi aukist.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Aðkoma að Grindavík næstu daga verður bæði um Suðurstrandarveg og Nesveg en þegar ekið er frá Grindavík verður það  um Norðurljósaveg inn á Grindavíkurveg.  Á lokunarpóstum verður starfsfólk sem skannar QR kóðann hjá öllum sem fara inn í bæinn, með þeim hætti er vitað hvað margir eru í Grindavík hverju sinni

Byrjað er að sinna beiðnum um aðstoð og heldur vinna áfram þar til öllum beiðnum hefur verið sinnt.  Þegar aðstoð við íbúa, sem hafa óskað efir henni verður veitt þá verður það óháð fyrirfram ákveðnum tímaáætlunum og hólfaskiptingu.  Þegar íbúi fær boð um aðstoð fær íbúi QR kóða fyrir þann dag.   

Hér að neðan er uppfærð tímaáætlun fyrir næstu daga.  

Þau sem eiga þá tíma sem fram koma hér fram að neðan geta nýtt þá QR kóða sem þau eiga. Þeir verða eindurnýjaðir og virkar fyrir þá daga sem um ræðir.  Ekki þarf því að sækja aftur um.

Vinna við beiðnir fyrirtækja er einnig í vinnslu – en hér að neðan kemur fram hvernig skipulagið er næstu daga.

Þriðjudagur 06.02. kl 09:00-15:00

Einstaklingar og einyrkjar:

V1(Árnastígur og Skipastígur)
V4 (Litluvellir, Hólavellir, Sólvellir, Blómsturvellir og Höskuldavellir)
G2 (Ásabraut 14 og 16, Fornavör, Suðurvör, Norðurvör og Staðarvör)
H1 (Víkurhóp nema númer 24,26 og 28)
I2 (Túngata að frátöldum húsum nr. 23 og 25)
Þórkötlustaðir (A1,2,3 og B1)

Fyrirtæki:

Fyrirtæki í V4 – haft samband við viðkomandi

G5 opið fyrir öll fyrirtæki

S4 opið fyrir fyrirtæki sem ekki eru X merkt á korti

Miðvikudagur 07.02 kl 09:00-15:00 

Einstaklingar og einyrkjar:

G4 (Laut, Dalbraut, Víkurbraut 19, 21 og 21a)

V5 (Efstahraun, Gerðavellir 1,3,5,7,9,11,13,15) Iðavellir

L5 ( Borgarhraun, Arnarhraun, Hraunbraut, Skólabraut)

H3 (Norðurhóp, Víkurhóp 24,26 og 28)

I3 (Mánagata 1-15, Marargata, Ránargata og Mánasund)           

Fyrirtæki:

I5 og I6

Fimmtudagur 8.02 kl. 09:00-15:00

Einstaklingar og einyrkjar (hólf):

V2

H4

I4

L2

G5

Fyrirtæki – verið að fara yfir beiðnir.