Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

„Fyrr nota ég kerti og hlóðir“
Fimmtudagur 16. júlí 2009 kl. 15:59

„Fyrr nota ég kerti og hlóðir“


Hannes Friðriksson, sem barist hefur af mikilli hörku gegn viðskiptum Reykjanesbæjar og Geysis Green Energy um Hitaveitu Suðurnesja, ætlar framvegis að kaupa rafmagn til heimilisins frá Orkusölunni ehf en ekki frá HS Orku. Orkusalan heyrir undir RARIK.
Hannes segir frá þessu á bloggsíðu sinni í dag.

„Ég ætla mér ekki að kaupa mitt rafmagn af erlendum gróðapungum og útrásarvíkingum  úr auðlindum á minni eigin fósturjörð. Fyrr nota ég kerti og hlóðir til að elda matinn á,“ segir Hannes í bloggi sínu.
Hann telur það jafnframt þjóðhagslega hagkvæmara að „borga innlendum og þar að auki opinberum aðilum“ fyrir það rafmagn sem hann notar. „Þá verða þeir aurar allavega eftir í landinu, en fara ekki í áhættusjóði erlendis,“ segir Hannes.

En er hann ekki kominn í út í atvinnuróg gegn fyrirtækinu HS Orku?

„Ég minnist ekki á HS Orku í þessari bloggfærslu. Ég er fyrst og fremst að benda fólki á að það getur valið um það við hvaða orkufyrirtæki það á viðskipti. Samkvæmt breyttum raforkulögum frá 2005 geta allir viðskiptavinir valið sér raforkusala, án tillits til búsetu. Þennan rétt ætla ég að nýta mér og ég hef heyrt af fleirum sem það ætla að gera,“ segir Hannes.

Blogg Hannesar má sjá hér

--

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

VFmynd/elg. Frá borgarafundi á þriðjudaginn þar sem Hannes missti stjórn á skapi sínu og gerði hróp að Árna Sigfússyni, bæjarstjóra. Hannes bloggar líka um það atvik á bloggsíðu sinni.