Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Fyrirtækjasýningu slegið á frest
Þriðjudagur 12. september 2006 kl. 10:04

Fyrirtækjasýningu slegið á frest

Menningartengdri fyrirtækjasýningu sem halda átti í Garði þann 13. Október nk. hefur verið slegið á frest. Sýningin var ákvörðun fyrrum meirihluta í Garði, sem féll í sveitarstjórnarkosningum í maí. Nýr meirihluti í Garði hefur nú ákveðið að fresta sýningunni, enda hefði kostnaður Sveitarfélagsins Garðs aldrei orðið undir þremur milljónum króna og ekki var gert ráð fyrir þeim kostnaði í fjárhagsáætlun sveitarfélagsins.
Í bókun meirihlutans á síðasta fundi bæjarstjórnar Garðs kemur fram að það sé vel við hæfi að sýningin verði einn hluti af hátíðarhöldum á 100 ára afmæli sveitarfélagsins sem verður árið 2008.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024