Fréttir

Fyrirtækin eitt af öðru að hefja starfsemi á ný í Grindavík
Iwona Bylicka
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
fimmtudaginn 21. mars 2024 kl. 11:38

Fyrirtækin eitt af öðru að hefja starfsemi á ný í Grindavík

Fyrirtækin í Grindavík eru eitt af öðru að hefja starfsemi en flest biðu þau eftir næsta atburði, þ.e. að það færi að gjósa. Flestir áttu von á stuttu eldgosi eins og verið hafði en þetta síðasta gos ætlar sér greinilega að tóra eitthvað lengur. Elgosið er hins vegar talsvert fyrir utan Grindavík sem er vel varið af varnargörðum og því töldu fyrirtækin í lagi að hefja starfsemi á ný um leið og hleypt var aftur inn í bæinn.

Þorbjörn hóf starfsemi um leið og það var leyft og þegar blaðamann bar að garði í gær var vinnudegi lokið og starfsfólk á leiðinni heim. Iwona Bylicka kemur frá Póllandi en hefur búið á Íslandi síðan 2009 og allan tímann í Grindavík.

„Við eigum hús á Höskuldarvöllum en í dag búum við í Vogum. Þegar fyrri rýmingin átti sér stað 10. nóvember vorum við flúin fyrir kvöldmat, ég var hrædd við þessa jarðskjálfta en ég er ekkert smeyk við að koma til Grindavíkur í dag og hefja vinnu. Varnargarðarnir veita mikla öryggistilfinningu og þeir sem stjórna hjá Þorbirni eru með allar öryggisáætlanir á hreinu, ef við þurfum að rýma veit ég að það mun ganga mjög vel. Það er gott að geta byrjað aftur að vinna,“ sagði Iwona.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024